Saturday, November 27, 2004

Wikipedia

Ég er búin að skoða Wikipedia betur núna og setti umfjöllunina á síðuna mína
Ég setti umfjöllun á Wikipedia um Kartöfluyrki þ.e. íslenskar kartöflutegundir - gekk bara mjög vel. Kíktu á það.

Tuesday, November 23, 2004

Síðustu metrarnir

Ég var að fara yfir lokaskilin í Upplýsingatækni og úff - það er heill hellingur sem ég á eftir að gera!! Þá er bara að setja í annann gír og klára dæmið :)
Við Hildur og Lovísa kláruðum kennsluvef um Power Point í byrjun vikunnar og ég er bara alveg dúndur ánægð með hann. Hildur sá um útlitið og tæknileg mál - bara snilld!
Þá er að bretta upp ermarnar og klára málið.

Friday, November 19, 2004

Bekkjartími 19 nóv

Salvör byrjaði á að tala aðeins um Captivate -
Fyrilestrar á vefnum - Macromedia var með fyrilestur í gær um Camtasia - flutt í Brees fyrilestrarforriti - prufa að skrá sig á fyrilestur.
------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------ ------
WIKI - kynna okkur Wiki og fjalla um það í pistli hér á blogginu. Wiki er vefsíða sem allir geta breytt - Maður getur samt sett inn læsingu á pistla þ.a. enginn geti breytt honum.
Gott dæmi um WIKI síðu er Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page sem við kynntumst hér á námskeiðinu. Prufa að skrifa pistil í íslensku útgáfuna - gera prufu í sandkassanum http://is.wikipedia.org/wiki/Forsíða - maður hefur gott af því að prufa!!
Salvör er búin að skrifa heilmargt um WIKI á vef námskeiðsins http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/wiki.htm
Skoða Travelpediahttp://travelpedia.com/þarna eru ferðasögur - kíkja á það
Skoða http://webseitz.fluxent.com/wiki/WikiForCollaborationWare
Það er orðið algengt að nota Wiki sem umræðuvefi - ath Moodle - Námsumsjónarkerfi - open sorce (eitthv í líkingu við WebCt).


Front Page
Þegar við vinnum með myndir - vista þær allar undir Images.
Hafa Folder list lokaðan (Toggle pane)
Insert - Layer - fara síðan í Layout stikuna og smella á Layers þá sjáum við Layer properties.
Draw layer hnappur m blýanti yfir - þá er hægt að teikna á síðuna.
Setja inn nokkra layers á síðuna - þegar við skoðum kóðan HTML þá sjáum við dif
Finna layer properties velja Borders and shading (layerinn verður að vera valinn til að þetta sé hægt)
Ef Layers kemur ekki upp - fara þá í View - Task Paine (valseðill) - Nota CTR F1 - til að - af og á með valseðilinn.

Það sem eftir lifði af tímanum vorum við Hildur að vinna í hópverkefninu og kláruðum það í lok tímans. Húrra fyrir Hildi tæknidýri.Wednesday, November 17, 2004

Bekkjartími 17 nóv

Þetta var vinnutími og Salvör fór yfir Hot Potatos fyrir nokkra nemendur sem höfðu misst af tímanum þegar við vorum að vinna í Potatos.

Nokkur atriði um Hot Potatos

Byrja á að íslenska – Option – Configure output – fara í alla flipana – og íslenska titles – promts –
Breyta í Buttons – íslenska leiðbeiningar – Navigation : hvernig á að tengja prófið saman – ef prófið á ekki að tengjast saman (frítt standandi æfing – einfalt) þá sleppa að haka við allt í Navigation

Síðan er hægt að breyta útliti – í appearence – og samræma við síðuna hjá okkur eða teengja útlit við innihald.

Setja tíma – Timer – hámarka tíma – og íslenska texta – Tíminn er búinn!

Klára með því að vista – Save


Salvör sagði okkur frá nýju forriti frá Macromedia sem kom út í nýlega – Captivate sem er skjákennsluforrit. Það sameinar kosti Hot Potatos – Camtasia – Power Point Producer
Það er hægt að hlaða niður 30 daga prufu frá Macromedia. Ég ætla að kíkja á þetta þegar hægist um og læt ykkur vita hvað mér finnst.......

Friday, November 12, 2004

Bekkjartími 12 nóv

Byrjað á að skoða hvað er hægt að setja inn í Front Page

Setja inn vefi inní okkar vef - Insert inline frame - Þá kemur lítill rammi sem við getum smellt í og stækkað - minnkað. Sniðugt td að láta lítinn ramma frá Mbl. vera inn í vefsíðunni. Bein tenging við þessa síðu.

Hnappar
Insert - interactive buttons - og tengja við file.

Annars var þetta vinnutími. Ég nýtti tímann í að hressa upp á útlitið á heimasíðunni. Kíkið á það http://nemendur.khi.is/elinsigg/skolastarf/Default.htm

Thursday, November 11, 2004

Heimapróf

Jæja þá er ég loksins búin með heimaprófið. Þetta var bara soldið sniðugt - maður fór yfir svona helstu atriðin á námskeiðinu. Svínvirkar. Hefði bara mátt vera aðeins styttra miðað við gildið!!!
Og þá er bara að skella sér í Jónas Hallgrímsson - held að hann virki betur yfir hvítvínsglasi. Getur einhver bent mér á skemmtilega aðferð til að tjá sig um kallinn og börn????

Wednesday, November 10, 2004

Bekkjartími 10 nóvember

Byrjuðum tíman á að skoða Photostory 3 frá Microsoft. Það er hægt að hlaða þessu niður frítt núna. Salvör er búin að gera kynningu á slóðinni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/photostory/
Þetta forrit krefst þess að tölvan sé búin Mediaplayer 10.
Annars var þetta vinnutími og við Hildur ákváðum að byrja á hópverkefninu - án Lovísu en við vitum að hún mun fyrirgefa okkur.