Fireworks
Einfalt myndvinnsluforrit sem er hægt að nálgast á netinu. Hægt að fá 30 daga ókeypis aðgang. Sniðugt til að sníða myndir fyrir netið. Hægt að brúntóna myndir og setja ramma utanum þær (í Commands). Hægt að minnka umfang mynda og klippa þær til.
Ég prufaði að eiga aðeins við "ljónatemjarann" og hér er niðurstaðan.

Wikipedia
Nú er hægt að setja Britanicu og allar hinar alfræðiorðabækurnar í geymsluna - hér er komin frábær alfræði - uppflettivefur sem allir geta bætt inná. Best að prófa sig áfram í sandkassanum.
Þetta er bein leið inn á íslensku síðu Wikipedia.
Vefleiðangur
Það er hægt að lýsa vefleiðangri sem rafrænni kennslustund.
Vefleiðangri er skipt upp í 5 þætti:
- Kynning - kveikja - nemandi undirbúinn fyrir verkefnið.
- Verkefni - lýsing á hvað nemandinn hefur gert.
- Ferli / vinnulag - kennarinn leggur fram áætlun um vinnulag nemandans.
- Bjargir - listi sem kennarinn hefur útbúið fyrirfram yfir þá staði, á netinu og utan þess, sem nemandinn getur leitað til við upplýsingaöflun. Bjargirnar afmarka verkefnið og halda utanum nemandann í upplýsingaleitinni.
- Mat - nauðsynlegur þáttur til að meta starf nemenda. Kennarinn útbýr matsblað um leið og hann hannar vefleiðangurinn. Matsblaðið tekur á ákveðnum atriðum í verkefninu. Matið getur verið unnið af kennurum og foreldrum ásamt jafningjamati.
- Niðurstaða - ekki nauðsynlegur þáttur - Efni leiðangursins dregið saman í n.k. niðurstöðu og leiðangrinum lokað.
Vefleiðangur krefst töluverðrar undirbúnings/hönnunarvinnu af kennaranum. En um leið er þetta skemmtileg aðferð sem vekur án efa áhuga nemenda þar sem þeir eru að skapa eitthvað nýtt og læra í leiðinni. Ég hef það á tilfinningunni að þessi aðferð nýtist vel í einstaklings-miðuðu námi. Hver nemandi getur farið sínar leiðir í verkefninu en samt haldið sig innan rammans sem gefinn er með björgunum.
Uppkast af vefrallýi
Grænlandsrallý
Vefrallý til að kynnast nágrönnum okkar á Grænlandi.
Hannað af Elínborgu Siggeirsdóttur.
Fyrir 4 - 5 bekk.
Tilgangurinn með vefrallýinu er að kynna Grænland fyrir nemendum og vekja áhuga þeirra á landi og þjóð. Að nemendur átti sig á að Grænland er í nágrenni Íslands og að tengsl séu á milli landanna.
Þá væri hægt að nota vefrallýið sem opnun inn á þemaverkefni um Eirík Rauða og afkomendur hans.
Verkefnið er hópverkefni og eiga nemendur að svara spurningunum á sérstakt svarblað og senda til kennarans. Vefrallýið er keppni og sá hópur sem fyrstur sendir svarblað til kennarans - með réttum svörum - sigrar.
Upplýsingavefur um Grænland
http://nat.is/Greenlandisl/greenland%202.htm
Upplýsingavefur um Grænland
http://nat.is/Greenlandisl/graenland%20uppl.htm
Vefur Flugfélags Íslands http://www.flugfelag.is/
Kistan námsgagnavefur
http://www.kistan.is/efni.asp?n=1391&f=8&u=60
Upplýsingavefur um Grænland http://nat.is/Greenlandisl/brattahlíd.htm
Spurningar:
Hvar er Grænland? N og N
Hvað kalla grænlendingar heimaland sitt?
Hvað heita íbúar grænlands á grænlensku?
Hvað er Grænland stórt? km
Hvað búa margir á Grænlandi?
Hver er helsti atvinnuvegur grænlendinga?
Hvað heitir höfuðborgin?
Hvernig segirðu “takk” á grænlensku?
Hvernig er hægt að fara frá Reykjavík til Grænlands?
Hvað kostar að fara í dagsferð frá Reykjavík til Grænlands?
Hvað eiga grænlendingar mörg orð til að lýsa snjó?
Hvað heitir vinarfélag Íslands og Grænlands?
Hvernig segirðu takk á grænlensku?
Hvað búa margir í Kulusuk?
Hvar og hvenær settist Eiríku rauði að á Grænlandi?
Hver var sonur hans?
Fyrir hvað er hann þekktur?
© 2004 ElínSigg
Vefrallý
Skemmtileg og fljótvirk leið til að safna upplýsingum og kynna nýtt efni fyrir nemendum er svokallað vefrallý. Kennari býr til vefsíðu sem fjallar um ákveðið efni. Vefsíðan er sett upp þannig að nemendur geti í fljótu bragði séð um hvað rallýið fjallar, spurningarlisti er settur fram og vefsíður gefnar upp. Allt vinnuferli nemandans eða hópsins gengur út á að keppa við klukkuna og skrá niður tímann sem rallýið tók.
Það er sniðugt leið að láta nemendur senda sér síðan svörin í pósti og að hópar eða einstaklingar keppi um hver verði fyrstur að senda inn sinn svarpóst.
Spurningarnar þurfa að hafa eitt ákveðið svar sem er að finna á uppgefnu vefslóðum.
Fréttaveitur
Við vorum að fara í gegnum fréttaveitur í dag. Ótrúlega sniðugt og á eftir að spara mikinn tíma. Maður býr til heimasíðu á Bloglines (sem er ókeypis á netinu). Velur sér síðan á hvaða fréttaveitur maður vill fá áskrift að. Gæti td. verið bloggið hjá samnemendum eða áhugasvið. Hægt að setja í möppur til að flokka straumana. Maður þarf þá ekki lengur að surfa út um allt til að finna það sem maður er að leyta að. Svo er líka plús að maður getur fengið helling af skemmtilegum óþarfa upplýsingum.
Vettvangsheimsókn í Þykkvabæinn
Ég er á námskeiðinu Myndsköpun og myndmál sem fjallar um Reggio stefnuna. Ég er að vinna að rannsókn á kartöflum sem ég set síðan upp í ferilmöppu. Ég gerði mína fyrstu vettvangsrannsókn í gær:
Ég fór austur í Þykkvabæ - lagði af stað kl 13 og var komin aftur i bæinn kl 18. Þegar ég kom niður í Þykkvabæjarþorpið sjálft var eins og ég væri komin til Bandaríkjanna á 5 áratug síðustu aldar. Enda keyrði ég beint inn í kvikmyndaver Baltasars Kormáks og félaga - þar sem verið að taka upp myndina Little trip to heaven. Keyrði löturhægt og fór að skima staðinn - hefði ekki verið slæmt að ramba á Forest Whitaker! eða Juliu Styles!!
Ég fann loksins Sigurbjart Pálsson kartöflubónda þar sem hann var úti á garðinum að taka upp. Ég fékk að hoppa um borð í upptökuvélina og fylgjast með. Magnað hvað bændur nota mikla tækni við sín störf. Sigurbjartur og fjölskylda hans sem var þarna með honum svöruðu barnalegum spurningum mínum um kartöflur og kartöflurækt með jafnaðargeði. Tóku virkilega fallega á móti mér. Ég fékk heilmikið út úr heimsókninni og tók yfir 70 myndir. Ég vann síðan upp úr viðtölunum og upplýsingunum í gærkvöldi. Þannig að þær eru tilbúnar til að fara inn í ferilmöppuna. Virkilega skemmtilegt og nú er ég að hugsa upp hvert ég geti farið næst.
Agatha tveggja ára í dag
Ótrúlegt en satt - frumburðurinn er tveggja ára í dag. Hún var flott hún Agatha Elín að taka á móti gestum í Brunch (hef notað orðið árbítur sem er ekki nógu gott - dögurð er mjög flott en enginn þekkir það) í morgun. Það er búinn að vera stöðugur straumur af gestum í allan dag. Tókum smá hlé milli eitt og fjögur til að afmælisbarnið gæti tekið sér fegurðarblund.
Hún fékk hinar fínustu gjafir og fer bráðum að hætta að komast fyrir í herberginu sínu. Nú verður að fara fram stórtæk grisjun á næstunni.
Agatha valdi sér sjálf afmælisþema og var hrikalega ánægð þegar hún kom fram í morgun og sá Bangsímon og félaga úr Hundraðekruskógi út um allt í íbúðinni.
Það er þreytt lítil stelpa sem er á leið í draumaheiminn eftir góðan og viðburðaríkan dag. Og þreytt mamma sem þráir hvítvínsglas og huggulegheit eftir amstur dagsins.
Linkur á myndir hér.
Góð byrjun
Hér blogga ég á námskeiðinu Upplýsingatækni og skólastarf sem er á kjörsviðinu mínu Upplýsingatækni í Kennó.
Heimasíða námskeiðsins er
http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/
Tímaáætlun og verkefnaskil get ég fundið á slóðinni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/timaplan.htm