Friday, October 29, 2004

Bekkjartími 29. okt 2004

Þetta var vinnutími í PP Producer - tær snilld þessi viðbót við PP. Ég var notuð í tilraunir í síðasta tíma og upptakan frekar lömuð. Vissi ekki að ég gæti verið svona úldin og skökk í framan!!" Það verður farið í töku 2 á morgun og málið klárað. Hildur bloggaði stórt í tímanum og vísa ég á hana með tæknilegar upplýsingar úr tímanum http://www.hildkris.blogspot.com/ Við eigum sem sagt að búa til Örkennslu í PPProd - ég er með matreiðsluþátt - það eina sem ég kann! Verður komið á heimasíðuna mína í síðasta lagi á sunnudaginn.

Friday, October 22, 2004

Bekkjartími 22. október
Þegar við setjum stuttmyndir á heimasíðuna þá bæta við skipanasniði. Komnar leiðbeiningar inn á heimasíðu námskeiðs - undir Movie Maker.
Hafa allar stuttmyndir inn á sömu vefsíðu.
breita "auto start = false"
Code - bæta við á eftir heigth width - "border 3" (númerið segir til um breidd rammans).

Salvör er búin að gera nýja vefsíðu í kringum Hot Potatos http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/gagnvirkni.htm
Kíkið á það - tær snilld.

Wednesday, October 20, 2004

Bekkjartími miðvikudagur 20 okt

Við erum núna í lotu 4 skv kennsluáætlun.
Það stóð til að við færum í skóla og tækjum viðtöl (hópverkefni) það gengur ekki út af verkfalli.
Í staðin eru nokkrir möguleikar - muna að þetta gildir 15% - og við erum hvött til að vinna þetta í hópverkefni.
1. Þriggja mínútna stuttmynd - kennsluefni
2. Gera námsvef með 3 undirsíðum - ásamt gagnvirkum spurningum
3. Veðja á að verkfall leysist og gera upphaflega verkefnið og skila því 1. des.

Gagnvirkni á vef - að nemandi sé eitthvað að vinna. Nota td. Hyperlinks. Einfaldasta leiðin er að hafa spurningar og láta nemendur svara með því að senda svörin í tölvupósti.
Hot potatos - er ókeypis forrit til að búa til gagnvirkt efni á vef (þetta er inni á öllum tölvum skólans - er með tutorial). Kíkja á skolastarf.tk - Námsefni á vef - del.icio.us/salvorice - all tags - Kynfræðsla. Þar er flottur vefur með gagnvirkum spurningum sem er tengd við heimasíðuna sína. - Skoða - View - Sorce - Generic Drag Sckript - og þar sjáum við hvaðan td "para saman myndir" hugbúnaður kemur (Dragable Elements) -

http://www.dynamicdrive.com/dynamicindex4/index.html Þarna er verið að vinna með efni frá Dynamicdrive -fara í - General Images - Dragable Images. Ef við erum að vinna með myndir nota þá GIF - en þá er hægt að hafa bakgrunn gegnsæjan.
Þegar við erum að vinna í Front Page - Vera í Code viðmóti og geta þannig skrifað í HTML og gera Copy Paste frá leiðbeiningasíðunni.
Það er hægt að nota þetta til að para saman eða færa inná myndir - en það er ekki hægt að gefa upp hvort "rétt" eða "rangt".
Þegar er verið að vinna með myndir sem á að draga - lagfæra þær í Fireworks eða Photoshop og gera bakgrunn Transparent.

Til að láta upplýsingar koma fram þegar músarbendillinn- Mouse Over - fer yfir áhveðið svæði á mynd. Þá er myndin látin vera í mörgum lögum. Front Page - Format - Behaviors - Popup Mesage (þá birtist texti við myndina) einnig hægt að láta aðra mynd birtast - hljóð eða eitthvað annað sniðugt. Líka hægt í Dynamic Effects




Wednesday, October 06, 2004

Bekkjartími miðvikudaginn 6 október

Við byrjuðum á að skoða myndasíður á vefnum og Salvör sýndi okkur söfn sem hún var búin að taka saman á heimasíðu námskeiðsins.

Salvör kynnti tvö verkefni (3 lota).
Microsoft Movie Maker - Stuttmyndaverkefni - Gæti verið bara ljosmyndir - eða örstuttar klippur - með hljóði. Lengd 1. mínúta.
Skiladagur 22. okt. Lokaskil 8. nóv.
Upplýsingar um verkefnið Windows Moviemaker frá Salvöru - tekið af námskeiðsvefnum http://www.skolastarf.tk/
Við munum nota verkfærið Windows Moviemaker til að búa til stuttmynd (innan við 1 mínútu að lengd, þetta er bara til að kynnast svona vinnslu)Við munum nota Microsoft Producer til að búa til örkennsluverkefniÞetta eru hvort tveggja verkfæri sem hægt er að hlaða ókeypis af vefnumÞað er mjög einfalt að vinna með Moviemaker.Ég vil biðja ykkur um að skoða stuttmyndir sem nemendur gerðu á námskeiði hjá mér í framhaldsdeildinni á vormisseri 2004 (stuttmyndir og ljósmyndasögur).
http://nkn.khi.is/mm/nemendur2004.htm
Það er hægt að hlaða niður Moviemaker af þessari slóð
http://www.microsoft.com/windowsxp/downloads/updates/moviemaker2.mspx
Hér leiðbeiningar með moviemaker
http://nkn.khi.is/mm/moviemaker/HomeMovies.wmv
Moviemaker er líka á öllum tölvum í tölvuveri KHÍ.Þið þurfið að hlaða niður Moviemaker eða komast einhvers staðar í tölvu með því forriti.
Ljósmyndasaga um 1. maí
Vista myndirnar í stærðinni 640 x 480 - Má ekki vera stærra en 1MB. Þumalfingursreglan er að 1 mín er 1 MB
Vista í gæðum: Video for broadband - 150 ....
Hægt að setja stuttmyndina á vefsíðu sem spilar hana:
Finna tónlist á www.jon.is (Jón Ólafsson) og líka á www.hugi.is


Power Point Producer - Örkennsla - stuttmynd - glærur + video með framsögn sem skýra betur efni glærana - útskýra eitthvað, kenna eitthvað nýtt. Hægt að nota texta inn á myndir.
Salvör er búin að búa til slóð með upplýsingum um verkefnið http://www.skolastarf.tk/ er neðst
á síðunni.
Hafa allar myndir í 640 x 480
Skiladagur 22. okt.

Við gerð verkefnanna þarf að passa höfundarétt þ.e. athgua hvort við megum nota efnið. Og gefa þá upp höfund eða vefslóð.

Front Page
Seinnihluti tímans í dag og svo allur tíminn á föstudaginn verður notaður í verkefnavinnu í Front Page. Búa til vefsíðu - námsefni á vef - fyrir nemandann.
Fræðilegur texti með myndum - ítarefni sem linkar á fleiri vefi.

Búa til sérstaka síðu á heimasíðunni okkar - Skolastarf - Þar á að vera Skilasida (Index) - þar eiga að vera tenglar inn á öll skilaverkefni námskeiðsins.
Búa til þetta nýja svæði sem nýjan vef - til að losna við Themes. Við eigum að vinna þetta svæði með töflum.

Gott að skoða Front Page aðstoð hjá Microsoft

Saturday, October 02, 2004

Fireworks

Í tímanum á föstudag fórum við í að búa til einfaldar hreyfimyndir eða Animation í Fireworks. Virkilega skemmtilegt og gefur nýjan vinkil td fyrir heimasíður eða PP kynningar. Ég mun setja link frá heimasíðunni minni innan skamms á Fireworks og einhverjar hjálparhellur.

Friday, October 01, 2004

Ásgarðs málið!!!

Við vorum að ræða þetta Ásgarðsmál (PP+) í bekkjartíma í dag. Umræðan í fjölmiðlum um þetta mál er svo hlutdræg og uppblásin að það er með ólíkindum. Viðbrögð unglinga við aðgerðum lögreglu eru mjög sterk. Unglingar voru stór hluti þátttakenda í Ásgarði og þeim finnst illa vegið að sér. Hver man ekki eftir því að hafa verið með segulbandstæki að taka upp vinil plötur og lög úr útvarpi. Eða bara tekið upp efni úr sjónvarpi á VHS. Er þetta eitthvað frábrugðið?Yfirvöld leyfa sér að vera að fylgjast með netnotkun einstaklinga og hafa þessar aðgerðir verið mjög umdeildar. Er stutt í Stóra Bróður á Íslandi ?
Ef þú vilt skoða óhlutdræga umfjöllun um málið líttu þá á Korkinn hjá Deili http://www.deilir.is/korkur/index.php?showtopic=2454 og umfjöllun kærendanna sjálfra www.smais.is Ef þú vilt sjá umfjöllun unglinganna sjálfra þá eru þeir búnir að opna kaldhæðnislegt blogg á http://www.smais.blogspot.com/
Því er annars spáð hér á netinu að það verði einhverjir aðrir komnir með álíka hub og Ásgarð innan tíðar. Á meðan mæli ég með að við spilum og tölum saman :)

Grænlands vefrallý

Ég er búin að klára vefrallýið um Grænland ef þú vilt líta á það http://nemendur.khi.is/elinsigg/vefrallý.htm

Scrabble vefleiðangurinn

Nú er Scrabble vefleiðangurinn minn kominn út á vefinn í endanlegri útgáfu - kíkið á hann http://nemendur.khi.is/elinsigg/vefleidangur2.htm

Scrabble vefleiðangur

Kynning
Þessa dagana eru hundruðir barna og kennara að finna leið til að eyða deginum. Ein góð leið til að finna sér eitthvað að gera er að spila. Orðaspilið Scrabble er gott spil til að þjálfa rökhugsun og orðaforða. Þá er það einnig góð leið til að læra réttritun. Í þessum vefleiðangri átt þú að kalla saman nokkra af félögum þínum sem hafa ekkert að gera og fá þá til að læra saman að spila Scrabble.
Í leiðangrinum þurfið þið að læra leikreglurnar, og kynna ykkur sögu Scrabble. Íslenska góð ráð og tækni í spilamennskunni. Setja upp Power Point kynningu á Scrabble.
Prufa að spila einstaklings Scrabble á netinu. Spila nokkra leiki saman í borðleik og setja síðan upp Scrabble mót fyrir stærri hóp.

Bjargir
http://spikej.brinkster.net/scrabble/instructsc.asp
http://www.thepixiepit.co.uk/scrabble/rules.html
http://www.thepixiepit.co.uk/scrabble/rules.html
http://www.themaninblue.com/experiment/SSCrabble/
http://www.runslinux.net/margana.html
http://www.mattelscrabble.com/en/adults/tips/index.html
http://www.isc.ro/
Scrabble spil
Íslensk orðabók
Ensk – Íslensk orðabók

Ferli
Leiðangurinn er hópverkefni. Þar sem einstaklingur kallar saman hóp fólks í sömu aðstöðu. Hópurinn skiptir með sér verkum þ.a. reglur leiksins, tækni og góð ráð skili sér í skilagóða Power Point sýningu og með henni verði auðveldara að fá fleiri með til að spila á móti. Þegar góðum fjölda er náð ætti grunnhópurinn að setja upp mót og fá fyrirtæki til að styðja málefnið og gefa vinninga. Þá þyrfti hópurinn að finna umboðsaðila Scrabble á Íslandi til að leggja mótinu lið með því að útvega spilin sjálf.

Mat
Hér verður erfitt að meta vinnu þátttakenda þar sem þeir verða vonandi út um allt land. Ef Scrabble mót kemst á laggirnar og fréttist af því mun ég telja að árangur hafi náðst.

Niðurstaða
Hér hefur verið sett fram tillaga að afþreyingu fyrir þá aðila sem hafa ekkert að gera í kennaraverkfalli. Hvort sem fréttist af stórmóti eða nokkrir félagar finni sér nýtt áhugamál er niðurstaðan góð. Þeir sem spila Scrabble þjálfast í notkun málsins sem þeir spila á. Ásamt því að þjálfa heilasellurnar á jákvæðan hátt.