Friday, October 01, 2004

Ásgarðs málið!!!

Við vorum að ræða þetta Ásgarðsmál (PP+) í bekkjartíma í dag. Umræðan í fjölmiðlum um þetta mál er svo hlutdræg og uppblásin að það er með ólíkindum. Viðbrögð unglinga við aðgerðum lögreglu eru mjög sterk. Unglingar voru stór hluti þátttakenda í Ásgarði og þeim finnst illa vegið að sér. Hver man ekki eftir því að hafa verið með segulbandstæki að taka upp vinil plötur og lög úr útvarpi. Eða bara tekið upp efni úr sjónvarpi á VHS. Er þetta eitthvað frábrugðið?Yfirvöld leyfa sér að vera að fylgjast með netnotkun einstaklinga og hafa þessar aðgerðir verið mjög umdeildar. Er stutt í Stóra Bróður á Íslandi ?
Ef þú vilt skoða óhlutdræga umfjöllun um málið líttu þá á Korkinn hjá Deili http://www.deilir.is/korkur/index.php?showtopic=2454 og umfjöllun kærendanna sjálfra www.smais.is Ef þú vilt sjá umfjöllun unglinganna sjálfra þá eru þeir búnir að opna kaldhæðnislegt blogg á http://www.smais.blogspot.com/
Því er annars spáð hér á netinu að það verði einhverjir aðrir komnir með álíka hub og Ásgarð innan tíðar. Á meðan mæli ég með að við spilum og tölum saman :)

0 Athugasemdir

Post a Comment

<< Home